Viðskipti erlent

Jarðskjálftar hækka verð á kopar um 6%

Hinir miklu jarðskjálftar sem skekið hafa Chile að undanförnu gera það að verkum að heimsmarkaðsverð á kopar hefur hækkað um 6% í dag.

Námuvinnsla í nokkrum af stærstu koparnámum í norðurhluta landsins liggur nú niðri þar sem rafmagnið fór af svæðinu sem þær eru á við jarðskjálftana. Ekki er vitað hvenær vinnslan hefst aftur en nokkrir öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir í dag. Engin hefur þó látist sökum þessa.

Chile er stærsti útflytjandi heims á kopar og ræður yfir um Þriðjungi af heimsframleiðslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×