Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu falla í verði

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu féllu hratt í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan féll um 0,6 prósent.

Mest lækkuðu hlutabréf í olíufyrirtækjum. British Petrolium féll um 1,5 prósent þegar markaðir opnuðu og Royal Dutch Shell féll um 0,8 prósent.

Breska FTSE 100 vísitalan féll um 0,5 prósent, þýska DAX fór niður um 0,6 prósent og franska CAC 40 um 0,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×