Viðskipti erlent

Hagnaður Vodafone Group yfir 400 milljörðum kr.

Hagnaður Vodafone Group nam 3,29 milljörðum punda eða yfir 400 milljörðum kr. á fyrri helmingi fjárhagsársins hjá félaginu en því lauk í lok september.

Meðalspá greinenda samkvæmt Bloomberg var 3,03 milljarðar punda. Sala á nýmörkuðum jókst um 40% en Vodafone keypti í maí Hutchison Essar í Indlandi til að fá aðgang að hinum stöðugt stækkandi Indlands markaði.

Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 5,1 milljarði punda en Arun Sair, framkvæmdarstjóri Vodafone, hefur skorið niður kostnað að undanförnu og lagt áherslu á tekjur frá internetnotkun í Evrópu þar sem lang flestir eiga nú þegar farsíma. Félagið býst nú við um 35 milljörðum punda í tekjur fyrir fjárhagsárið í heild sinni. Vegvísir Landsbankans segir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×