Viðskipti erlent

Óttinn grípur um sig í norsku kauphöllinni

Norðmenn fara ekki varhluta af vandræðaganginum á fjármálamörkuðum heimsins þessa daganna og ótti hefur gripið um sig meðal fjárfesta. Vefsíðan E24 greinir frá því að úrvalsvísitalan norska hafi fallið um 6% á fjórum dögum og þar með hafi 140 milljarðar nkr. Eða 1400 milljarðar kr. fokið út um gluggann.

Rætt er við Erlend Lödemel hjá greiningu DnB Nor Markets um málið en hann telur að óttinn hafi náð fótfestu meðal fjárfesta og að markaðurinn muni halda áfram að dala í náinni framtíð. Þau félög sem tapað hafa mest á síðustu fjórum dögum í kauphöllinni norsku eru Hydro sem fallið hefur um 4,6% og REC sem fallið hefur um 4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×