Viðskipti erlent

Búist við lækkunum í Evrópu

Búist er við töluverði lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum þegar þeir opna nú í morgunsárið. Reiknað er með því að lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu leiði til svipaðrar lækkunar í Evrópu og óttast menn að vandræði á húsnæðislánamörkuðum hafi víðtækari áhrif í efnahagskerfinu.

Greiningadeildir spá því að í Frakklandi lækki CAC vísitalan um heilt prósent, þýska DAX vísitalan um núll komma átta og FTSE í Bretlandi um núll komma sjö prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×