Viðskipti erlent

Kínverjar vilja losa sig við dollara

Gengi dollars gagnvart everu hefur aldrei verið lægra en nú þarf að borga 1,47 dollara fyrir evru. Og þetta mun fara versnandi á næstunni því Kínverjar ætla að draga úr dollaraeign sinni. Það var varaformaður kínverska þingsins, Cheng Siwei, sem lét þessa bombu falla á fundi í vikunni.

 

"Við aðhyllumst sterkustu gjaldmiðlana fram yfir þá veikari og munum byggja upp gjaldeyrisforða okkar með það sjónarmið í huga," segir Siwei og hann nýtur stuðnings eins af aðstoðarforstjórum kínverska seðlabankans í þessum efnum.

 

Dollarinn er að ná sinni veikustu stöðu á heimsmarkaðinum síðan Richard M. Nixon sleit á tengsl hans við gullverðið árið 1971. Kínverjar liggja á mestu dollarabirgðum heims í gjaldeyrisvaraforða sínum og ef þeir ákveða að setja verulegt magn af þeim í umferð mun slíkt hafa alvarleg áhirf á gengi dollarans til hins verra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×