Viðskipti erlent

Morgan Stanley afskrifar 180 milljarða kr.

Reiknað er með að hið þekkta fjármálafyrirtæki Morgan Stanley verði að afskrifa um 3 milljarða dollara eða um 180 milljarða kr. Í uppgjöri sínu fyrir 3ja ársfjórðung.

Sjónvarpsstöðin CNBC hefur þetta eftir ónafngreindum heimildum. Er fregnin barst út í gærdag féllu hlutabréf í Morgan Stanley um 5,6% á markaðinum vestan hafs. Afskriftirnar eru vegna svokallaðra undirmálslána á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×