Viðskipti erlent

Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það stefndi í verkfall hjá Ford.
Það stefndi í verkfall hjá Ford.

Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum.

„Við erum mjög sátt við samninginn. Okkur hefur bæði tekist að hvetja Ford til að fjárfesta í framleiðslu og fólki og að tryggja hag félagsmanna okkar sem eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn í bílaiðnaðinum," sagði Ron Gettelfinger forseti stéttarfélagsins. Ekki hefur verið upplýst um nákvæm smáatriði samningsins en Bob King, varaforseti stéttarfélagsins, sagði að markmið þeirra hefði verið að ná að tryggja nýja framleiðslu og fjárfestingar og auka atvinnuöryggi. „Við höfum náð árangri varðandi alla þessa þætti," sagði hann.

Fyrr á þessu ári náði stéttarfélagið svipuðum samningum við Chrysler og General Motors, en það var eftir stutt verkföll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×