Viðskipti innlent

Nærri 1,9 milljarða króna hagnaður hjá TM

Sigurður Viðarsson er nýr forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson er nýr forstjóri TM.
Tryggingamiðstöðvarinnar tapaði 555 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hins vegar var hagnaður af rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum og nam hann 1873 milljónum króna samanborið við 464 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári.

Hagnaður af vátryggingastarfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins var 358 milljónir króna fyrir skatta samanborið við 175 milljóna tap í fyrra. Í tilkynningu frá TM segir að miklar sveiflur hafi verið á gengi hlutabréfa í ársfjórðungnum sem höfðu neikvæð áhrif á afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins. Afkoma af vátryggingastarfsemi sé enn undir markmiðum. Afkoma Nemi, dótturfélags TM í Noregi, hafi verið í samræmi við áætlanir og hlutföll tjóna og kostnaðar innan þeirra marka sem sett hafa verið.

Þá hafi afkoma vátryggingastarfsemi TM á Íslandi verið misjöfn eftir flokkum og séu það einkum tveir flokkar vátrygginga sem skila slakri afkomu: Frjálsar ökutækjatryggingar og slysatryggingar sjómanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×