Viðskipti erlent

Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra

Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr.

 

Náman hefur verið starfrækt síðan 2004 og hafa um sex tonn af gulli verið unnin í henni á þessu tímabili. Með sölunni útvegar Nunamionerals sér framkvæmdafé til frekari leitar að gulli og öðrum góðmálmum á Grænlandi. Ennfremur mun féið styrkja félagið í samningaviðræðum við stórt námavinnslufélag um leit að platínu við Fiskefjord á austurströnd Grænlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×