Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikið sjónvarpsefni ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
NÆTURVAKTIN
Þáttaröð með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlutverkum. Sögusviðið er næturvakt á ónefndri bensínstöð í borginni þar sem standa vaktina þrír gerólíkir náungar sem seint munu eiga skap saman.

Leikstjóri - Ragnar Bragason.

Framleiðslufyrirtæki - Sagafilm. Framleiðendur Magnús Viðar Sigurðsson, Þór Freysson og Harpa Elísa Þórsdóttir.

Sýnt á Stöð 2.

SIGTIÐ ÁN FRÍMANNS GUNNARSSONAR
Eftir að Frímann glopraði sjónvarpsþættinum út úr höndunum í fyrri seríunni þarf hann nú að finna sér eitthvað nýtt að gera. Hann skrifar bók, setur upp leikrit, passar börn, fer með Listalestinni út um allt land, lendir í ástarsambandi, kennir í Háskólanum, veikist alvarlega og margt fleira.

Leikstjóri - Ragnar Hansson

Framleiðslufyrirtæki - Sigtið ehf. fyrir Skjáeinn. Framleiðendur - Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og Ragnar Hansson.

Sýnt á Skjáeinum.

STELPURNAR
Stelpurnar er gamanþáttur þar sem margar skrautlegar persónur koma við sögu. Má þar nefna blammeringakonuna, bresku fjölskylduna, Hemma hóru, ofurkonuna og hótelsöngkonuna. Á meðal leikenda eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson.

Leikstjóri - Óskar Jónasson.

Leikstjóri - Sævar Guðmundsson. Framleiðslufyrirtæki - Sagafilm. Framleiðendur - Magnús Viðar Sigurðsson, Þór Freysson og Harpa Elísa Þórsdóttir.

Sýnt á Stöð 2.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×