Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikari ársins í aðalhlutverki

Á síðasta ári voru veitt ein verðlaun fyrir kven-og karlleikara í aðalhlutverki. Fjórum sinnum hafa flokkarnir verið sameinaðir á þennan hátt, fyrst árið 1999 og svo frá árunum 2004-2006.

Gunnar Hansson
Gunnar er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem hinn misheppnaði sjónvarpsmaður Frímann Gunnarsson í sjónvarpsþáttaröðinni Sigtið án Frímanns Gunnarssonar. Gunnar hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, meðal annars Áramótaskaupum, Foreldrum, Bjólfskviðu og Íkingut.

Ingvar E. Sigurðsson
Ingvar í hlutverki sínu í Börn og Foreldrar.
Ingvar er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem fjölskyldufaðirinn og tannlæknirinn Óskar Steinn í FORELDRUM sem hefur verið giftur í fimm ár og býr með konu sinni og fimm ættleiddum börnum. Ingvar hefur leikið í tugum sjónvarps- og kvikmynda, bæði innanlands og utan meðal annarra Mýrinni, Börnum, Englum alheimsins, Djöflaeyjunni, Fálkum og K-19.



Pétur Jóhann Sigfússon
Pétur Jóhann er tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem Ólafur Ragnar, starfsmaður á lítilli bensínstöð á Laugaveginum sem á afar auðvelt með að koma sér í klandur. Frá árinu 2000 hefur Pétur meðal annars leikið í 70 mínútum, Perlum og svínum, Stelpunum, Strákunum, Áramótaskaupi og Astrópíu.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×