Viðskipti erlent

Olíutunnan yfir 90 dollara

Olíuverð hefur aldrei farið eins hátt.
Olíuverð hefur aldrei farið eins hátt.

Olíuverð fór yfir 90 dollara á tunnu vestanhafs í gær og hefur verðið aldrei farið jafn hátt í dollurum talið. Verð á Noðrursjávarolíu hækkaði líka um þrjá dollara á tunnuna og fór í röska 87 dollara í Evrópu.

Olíuverð hefur nú hækkað um 45 prósent á heimsmarkaði frá áramótum og telja sérfræðingar lækkun ekki fyrirsjáanlega, jafnvel þótt olíuútflutningsríkin í OPEC hafi ákveðið að auka sólarhringsframleiðsluna um hálfa milljón tunna um næstu mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×