Formúla 1

Hamilton: Gátum ekkert að gert

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hamilton reyndi að brosa út í annað eftir keppnina.
Hamilton reyndi að brosa út í annað eftir keppnina. Nordic Photos / Getty Images

Lewis Hamilton reyndi að vera jákvæður þrátt fyrir að hafa misst af heimsmeistaratitlinum í lokakeppni tímabilsins.

Hann lenti í vandræðum í byrjun þegar hann læsti bremsunum og svo varð bilun í gírkassa til þess að hann féll aftur í átjánda sætið.

Kimi Raikkönen á Ferrari varð heimsmeistari í dag.

„Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi ná öðru sæti á mínu fyrsta ári í Formúlunni?“ sagði Hamilton eftir keppinina í dag.

„Það var ekkert sem við gátum að gert. Við gerðum það besta sem við gátum og liðið stóð sig frábærlega allt tímabilið. Ég trúi því enn að bíllinn okkar hafi verið hraðskreiðastur.“

Hamilton var strax byrjaður að hugsa um næsta tímabil.

„Það eru 22 vikur í næstu keppni. Ég mæti til leiks í betra líkamlegu formi, afslappaðri, reyndari og í betri bíl.“ 

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, sagði að eina alvöru bilunin í bíl McLaren hafi komið á versta tíma ársins. „Gírkassinn skipti í hlutlausan í ákveðinn tíma en svo leystist málið að sjálfu sér,“ sagði Dennis. 


Tengdar fréttir

Raikkönen: Misstum aldrei trúna

Kimi Raikkönen sagði eftir sigurinn í Brasilíu í dag að hann og lið sitt hefðu aldrei misst trúna á því að liðið gæti staðið upp sem sigurvegari.

Kimi Raikkönen heimsmeistari

Kimi Raikkönen er heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í ótrúlegri keppni í Brasilíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×