Viðskipti erlent

Baugur ætlar að opna um 300 verslanir í Þýskalandi

Fjallað er um útrásBaugur ætlar á næstu árum opna um 300 tískuvöruverslanir í Þýskalandi. Þá er fyrirtækið einnig að skoða markaði á Indlandi fyrir mögulega útrás.

Baugs í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Þar kemur fram að félagið hyggist opna um 300 tískuvöruverslanir í Þýskalandi á næstu þremur til fimm árum. Félagið hafi í þessu skyni stofnað fyrirtækið Arctic sem meðal annars á sjá um að semja á við verslanir í Þýskalandi um sölu á helstu tískuvörum Baugs á borð við Karen Millen, Jane Norman og Principles.

Haft er eftir Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, í umfjöllun Sunday Telegraph að Baugur hafi um nokkurt skeið haft áhuga á mörkuðum í Þýskalandi. Hann segir fyrirtækið binda miklar vonir við þann markað. Þá er ennfremur haft eftir Gunnari að Baugur sé einnig að skoða markaði á Indlandi fyrir mögulega útrás.

Í síðustu viku var greint frá því að Baugur komi sterklega til greina sem einn af hugsanlegum kaupendum á bandarísku lúxusversluninni Saks. Baugur á um átta prósent hlut í Saks sem rekur fimmtíu og fjórar verslanir í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×