Viðskipti erlent

Rauður dagur í Tokyo

MYND/AFP

Hlutabréf héldu áfram að lækka í verði á mörkuðum í Japan. Bankar féllu almennt í verði vegna ótta fjárfesta við vaxandi skort á fjármagni.

Alls féll Nikkei vísitalan um 1,7 prósent og endaði í 16.818,37 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í þrjár vikur. Hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Kyowa Hakka Kogyo hækkuðu mest eða um 16,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×