Viðskipti erlent

Nikkei vísitalan heldur áfram að lækka

MYND/AFP

Hlutabréf í Japan héldu áfram að falla í verði í morgun og hefur Nikkei vísitalan ekki verið lægri í nærri tvær vikur. Vonbrigði með afkomu bandarískra banka og fjármálafyrirtækja er talin vera helsta skýring á lækkuninni.

Alls féll Nikkei vísitalan um 1,1 prósent og er nú 16.955,31 stig. Hefur hún ekki verið lægri síðan 1. október síðastliðinn. Mest féllu hlutabréf í tæknifyrirtækinu Sanyo Electric eða um 6,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×