Viðskipti erlent

Hækkandi olíuverð

Verð á olíutunnu fór upp í 88 Bandaríkjadollara vestanhafs í gær, sem er hæsta verð til þessa, eftir að viðskipti með framvirka samninga hófust árið 1983. Þetta er þó ekki orðið jafn hátt og það fór í olíukreppunni á sínum tíma, miðað við raunvirði dollars þá og nú.

Miðað við hækkun undanfarna daga má fastlega búast við bensínhækkun hér á landi alveg á nsætunni. Ótryggt ástand á landamærum Tryklands og Íraks, byrgðastaða í Bandaríkjunum, spákaupmennska og lágt gengi dollars leggjast á eitt við að skrúfa upp verðið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×