Viðskipti erlent

Asíulönd setja nýtt ferðamannamet

Samkvæmt nýjum tölum frá asísku ferðamannasamtökunum PATA hafa fleiri lönd í álfunni slegið fyrri met sín hvað fjölda ferðamanna varðar. Á síðasta ári komu 365 milljón alþjóðaflug til þessara landa sem er auking um 5,3% frá fyrra ári. Í ár er svo reiknað með um 380 milljón alþjóðaflugum til svæðisins.

"Árið 2006 var mjög gott fyrir alþjóðlegan ferðamannaiðnað í Asíulöndunum," segir John Koldowski talsmaður PATA í samtali við blaðið Travel Daily News. Meðal þeirra landa sem juku ferðamannastrauminn til sín í álfunni má nefna Tahiland, Indland, Kína, Japan, Filippseyjar og Singapore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×