Erlent

24 ára maður giftist 82 ára konu

Reinaldo og Adelfa sanna að ástin þekkir engin aldursmörk.
Reinaldo og Adelfa sanna að ástin þekkir engin aldursmörk.

Tuttugu og fjögurra ára gamall argentínskur maður giftist konu sem er 58 árum eldri en hann í Santa Fe í norðurhluta Argentínu. Brúðguminn Reinaldo Waveqche sagði fréttamönnum eftir athöfnina að hann hafi alltaf kunnað vel við þroskaðar konur.

„Mér er alveg sama hvað aðrir segja."

Hann og brúðurinn, Adelfa Volpes sem er 82 ára ætla að fara í brúðkaupsferð til Rio de Janeiro. Aðspurð hvort hjónabandið væri einungis andlegt svaraði frú Volpes hlæjandi; „Það verður meira en bara það."

Hjónin giftust borgaralega eftir nokkurra ára trúlofun en giftu sig síðan í kirkju umkringd fréttamönnum.

Ástin kviknaði þegar Reinaldo flutti til Adelfu eftir að móðir hans dó þegar hann var 15 ára.

Hann segist dá áhuga eiginkonu sinnar á lífinu, og leggur áherslu á hversu mikilvæg hún er honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×