Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3 28. september 2007 00:01 Röðin teygðist um ganga verslunar BT í Skeifunni þegar klukkan fór að nálgast miðnætti á þriðjudagskvöld. Fólki var hleypt að afgreiðslukössunum í hollum. MYND/salvar Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna. Leikjavísir Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna.
Leikjavísir Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira