Viðskipti erlent

Vilja orkudreifingarkerfi Evrópu ekki í hendur þriðja heims fyrirtækja

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór þess í dag á leit við aðildarríki þess að þau gæfu sambandinu svigrúm til að stöðva tilraunir fyrirtækja utan sambandssins að eignast ráðandi hluti í dreifikerfum fyrir gas- og raforku.

Sambandið fór fram á nýja klausu í lögum um slík kaup. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að klausan sé til þess gerð að skylda fyrirtæki frá þriðja heims ríkjum sem ætla sér að kaupa í dreifikerfunum til að fylgja evrópskum viðskiptaháttum í hvívetna. Þetta er gert til að að forðast ágang fyrirtækja á borð við rússneska gasfyrirtækið Gazprom og hið algeríska Sonatrach.

Þá mun sambandið geta blandað sér í málin ef kaupendur geta ekki sýnt fram á að þeir séu alveg óháðir framleiðslu og sölu á gasi og raforku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×