Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn lækka stýrivexti

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. MYND/AFP

Bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti í dag 50 punkta stýrivaxtalækkun. Lækkunin er meiri en flestir sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Eftir lækkunina eru stýrivextir 4,75 prósent í Bandaríkjunum.

Flestir sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 25 punkta lækkun stýrivaxta og sumir jafnvel spáð óbreyttum vöxtum. Vonast er til þess að lækkunin muni draga úr óróleika á fjármálamörkuðum sem komu í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Talið er að lækkunin muni hafa örvandi áhrif á fjármálamarkaði víðs vegar um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×