Viðskipti erlent

Evran í stað dollars

Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að svo geti farið að evran komi í staðinn fyrir dollarann í gjaldeyrisvarasjóðum ríkja. Við árslok 2006 voru 66% gjaldeyrisvarasjóða heimsins í dollurum á móti 25% í evrum.

Greenspan segir í viðtali við þýska blaðið Stern sem birt verður á fimmtudag að dollarinn virðst vera að tapa forskoti sínu á evruna hvað þetta varðar. Gengi evru gagnvart dollar er nú tæplega 1,4 og hefur aldrei verið hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×