Viðskipti erlent

Sænsk stjórnvöld hækka skatta á tóbak

MYND/Stefán

Sænsk stjórnvöld hyggjast hækka skatta á tóbak á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram. Breytingarnar þýða að sígarettupakkinn hækkar um 15 krónur íslenskar og nef- og munntóbaksdósin á bilinu 27-50 krónur.

Haft er eftir Mariu Larsson, ráðherra lýðheilsumála, á vef sænska ríkisútvarpsins að hækkanirnar hafi ekki mikil áhrif á þá sem reykt hafi lengi en með þessu reyni stjórnvöld að koma í veg fyrri að ungt fólk byrji að nota tóbak. Ekki hafi mátt hækka skatta um of því það gæti leitt til aukins smygls.

Auk hækkunar á tóbaksskatti ætla sænsk stjórnvöld að hækka skatt á bjór. Það er vegna tilmæla Evrópusambandsins um að öl og vín skuli skattlagt á sama hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×