Fasteignaverð lækkar í Bretlandi 13. september 2007 09:08 Fasteignaverð lækkaði í Bretlandi í ágúst í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Fasteignir á borð við villu indverskættaða stálkóngsins Laksmi Mittal í Lundúnum hafa hins vegar hækkað í verði. Mynd/AFP Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira