Range Rover umhverfisvænni en Prius Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 7. september 2007 09:00 Þetta ættu að vera gleðitíðindi fyrir íslenska auðkýfinga, sem eru upp til hópa hrifnir af stórum jeppum. Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent