Viðskipti erlent

Verð á olíu hækkar á heimsmörkuðum

Olíuleiðslur í Rússlandi.
Olíuleiðslur í Rússlandi. MYND/AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag meðal annars vegna vaxandi spennu milli Sýrlands og Ísrael. Verð á olíutunnu hækkaði um 57 sent og er nú 76,3 bandaríkjadalir.

Talið er að áhyggjur vegna vaxandi spennu milli Sýrlands og Ísrael eigi mestan þátt í hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. Óttast er að draga muni verulega úr framboði á olíu á næstu mánuðum. Verð á olíutunnu er nú 76,30 bandaríkjadalir en hæst hefur það farið í 78,77 bandaríkjadali í byrjun síðasta ágústmánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×