Viðskipti erlent

Stærsti banki Evrópu kaupir ráðandi hlut í kóreskum banka

Stephen Green, stjórnarformaður HSBC Holdings, á netfundi með bankamönnum í Hong Kong.
Stephen Green, stjórnarformaður HSBC Holdings, á netfundi með bankamönnum í Hong Kong. MYND/AFP

Stjórn HSBC Holdings banka, stærsta banka Evrópu, ákvað í dag að kaupa 51 prósenta hlut í kóreska bankanum Korea Exchange Bank. Fyrir hlutinn greiðir HSBC rúma 400 milljarða króna.

Kaupin eru liður í stefnu HSBC að auka markaðshlutdeild sína í Asíu. Seljandinn er bandaríska eignarhaldsfélagið Lone Star Funds.Haft er eftir Stephen Green, stjórnarformanni HSBC Holdings, í breska dagblaðinu The Herald að bankinn hyggist ekki kaupa meira í Korea Exchange Bank.

HSBC Holdings hefur um árabil reynt að auka markaðshlutdeild sína í Asíu. Á síðustu sjö árum hefur bankinn gert þrjár misheppnaðar tilraunir til að kaupa banka í Kóreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×