Viðskipti innlent

Exista tekur 43 milljarða lán

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista. Mynd/GVA

Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Exista kemur fram að engin veðsetning liggi að baki láninu og er það í tveimur hlutum. Stærri hlutinn nemur 407,5 milljónum evra og með 130 punkta álagi á Euribor vexti. Minni hlutinn hljóðar upp á 92,5 milljónir evra til eins árs með 62,5 punkta álagi á Euribor vexti. Framlenging er á því til allt að þriggj ára með samþykki lánveitenda.

Alls taka 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu. Umsjónarbankar eru Bayerische Landesbank, Fortis Bank, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,77
2
590
ICEAIR
0,76
42
80.961
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007
REITIR
0,57
3
1.079

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,46
20
244.421
EIM
-1,39
3
1.790
HAGA
-1,06
1
35.125
SJOVA
-0,53
3
27.749
FESTI
-0,43
1
31.185
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.