Viðskipti erlent

Guinness slær í gegn í Nígeríu

Nígeríumenn virðast ginkeyptir fyrir Guinness.
Nígeríumenn virðast ginkeyptir fyrir Guinness. MYND/Getty

Nígeríumenn drekka meira af írska miðinum Guinness en Írar sjálfir. Nígería er því orðinn næst stærsti markaðurinn fyrir þessar guðaveigar, en Englendingar eru allra þjóða duglegastir við að drekka Guinness.

Salan hefur aukist um 18 prósent í Nígeríu á einu ári, en rífandi söluaukning í Afríku hefur komið til bjargar því á sama tíma hefur salan minnkað nokkuð í Bretlandi og á írlandi. Bandaríkjamarkaður er í fjórða sæti og Kamerún í því sjötta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×