Viðskipti innlent

Hlutabréf hækkuðu í Kauphöllinni

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri.
Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri. Mynd/ GVA

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð. Hækkun úrvalsvísitölunnar í dag nam 1,17 prósentum og stendur hún í 8.132 stigum. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 2,25 prósent en gengi bréfa í Kaupþingi kom þar á eftir, en þar hækkuðu hlutabréf um 2,13 prósent. Gengi bréfa í 365 hf. lækkaði hins vegar mest, eða um 2,42 prósent. Þá lækkaði gengisvísitalan um 1,27 prósent sem þýðir að krónan styrktist í dag sem því nemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×