Viðskipti innlent

Segja ástandið á mörkuðum verða viðkvæmt áfram

MYND/Reuters

Greiningardeild Glitnis spáir því að ástandið á hlutabréfamörkuðum, þar á meðal þeim íslenska, verði áfram viðkvæmt á næstu vikum. Í Morgunkorni greiningardeildarinnar er bent á að enn séu að koma fram upplýsingar um umfang á vandamálum tengdum svokölluðum annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum.

Á meðan ekki sé ljóst hversu stórt vandamálin séu virðist fjárfestar vera varkárari en áður. Greiningardeildin segir ástandið enn viðkvæmt og til marks um það lækkuðu hlutabréf í Evrópu í morgun um hálft til eitt prósent. Þróunin á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur fylgt Evrópu eftir og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,64 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×