Viðskipti innlent

Glitnir hækkar vexti af íbúðalánum

MYND/Heiða

Glitnir hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum íbúðalánum frá og með deginum í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni hækka vextir húsnæðislána án vaxtaendurskoðunar úr 5,20 prósentum í 5,80 prósent en vextir húsnæðislána með vaxtaendurskoðun hækka úr 6,20 prósent í 6,50 prósent. Ástæður hækkunarinnar segja Glitnismenn mega rekja til vaxtahækkana á mörkuðum undanfarið og aðstæðna á fjármálamarkaði.

Aðeins er rúmur mánuður síðan bankinn hækkaði vexti af húsnæðislánum síðast. Þá hafa vextir bankans hækkað um rúmt prósentustig frá því um miðjan mars 2006 þegar þeir voru í 4,15 prósentum hjá forvera Glitnis, Íslandsbanka, og sömuleiðis hinum stóru bönkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×