Viðskipti erlent

Ekki augljóst að tilboð Dubai-manna sé hagstæðara

MYND/Stefán

Stjórnarformaður OMX-kauphallarinnar, Urban Bäckström, segir ekki augljóst að yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX sé hagstæðara en tilboð Nasdaq þegar litið sé til samlegðaráhrifa.

Fram kemur í Vegvísi Landsbankans að stærsti hluthafinn í OMX, Investor AB sem á 10,7 prósent hlut, hafi tekið undir með stjórnarformanninum. Forsvarsmenn OMX-kauphallarinnar, sem rekur kauphallirnar á Norðurlöndum, þar á meðal þá íslensku, bera nú saman tilboð Dubai-manna og Nasdaq og eru stjórnendur beggja aðila nú í Stokkhólmi. Fram hefur komið í fréttum að tilboð kauphallarinnar í Dubai sé 230 sænskar krónur á hlut en Nasdaq bauð 210 sænskar krónur.

Þá segir í Vegvísi Landsbankans að líkur séu á að Nasdaq selji um þriðjungshlut sinn í Kauphöllinni í Lundúnum eftir að hafa reynt að kaupa félagið án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×