Viðskipti innlent

MK One tapar tæpum þremur milljörðum

Baugur hefur verið áberandi í breskum tískuiðnaði á undanförnum árum.
Baugur hefur verið áberandi í breskum tískuiðnaði á undanförnum árum. MYND7365

Breska verslunarkeðjan MK One, sem er í eigu Baugs, var rekin með tæplega þriggja milljarða krónu halla á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Times.

Þar segir að Baugur hafi neyðst til að leggja aukalega um tvo milljarða í fyrirtækið til að bregðast við hallarekstrinum og þá hafi Landsbankinn ennfremur þurft að breyta rúmlega fimm milljarða krónu láni í eignarhluta. Baugur keypti MK One verslunarkeðjuna í nóvember árið 2004 en í síðasta mánuði voru gerðar umfangsmiklar breytingar á stjórn keðjunnar með það að markmiði að koma rekstrinum á réttan kjöl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×