Viðskipti erlent

Kauphöllin í Dubai býður í OMX

MYND/Stefán

Borse Dubai, sem rekur Kauphöllina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur lagt fram tilboð í OMX-kauphöllina sem Kauphöll Íslands tilheyrir ásamt öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltsríkjunum.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboðið í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna.

Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn hafði áður gert tilboð í OMX en það hljóðaði upp á 210 sænskar krónur á hlut. Verði af sameiningu OMX og Kauphallarinnar í Dubai verður til fimmta stærsta Kauphöll í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×