Viðskipti erlent

Enn frekari lækkanir á bandarískum mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn og aftur í dag. Dow lækkaði um 1.29% og Standard & Poor´s 500 vísitalan lækkaði um 1.39% og hefur ekki verið lægri á þessu ári. Þá lækkuðu bréf á Nasdaq um 1.61% og hefur ekki verið lægri í fjóra mánuði.

Lækkunin átti sér stað þrátt fyrir inngrip seðlabankans þar í landi en sjö milljarða dollara innspýting bankans í dag virðist ekki hafa slegið á ótta manna um að hlutabréf kunni að lækka enn meira á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×