Viðskipti erlent

Miklar lækkanir á vísitölum í Bandaríkjunum

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag.
Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag. MYND/AFP

Miklar lækkanir urðu á bandarískum verðbréfamörkuðum í dag. Við lokun markaðar hafði Dow-Jones vísitalan fallið um 1,57 prósent frá því í morgun. Í gær lækkaði vísitalan um 0,02 prósent.

Alls féll Dow-Jones vísitalan um 207,61 stig í dag eða 1,57 prósent. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 43,12 stig eða 1,7 prósent. Þá fór S&P 500 niður um 26,38 stig eða 1,82 prósent.

Í gær lækkaði Dow Jones-vísitalan um 0,02 prósent, Nasdaq um 0,1 prósent og S&P 500 um 0,05 prósent.

Talið er að ástæðan fyrir lækkuninni í Bandaríkjunum skýrist meðal annars af vanskilum í tengslum við annars flokks húsnæðislán og háum stýrivöxtum þar í landi. Þá höfðu versnandi afkomuspár Wal-Mart keðjunnar einnig áhrif til lækkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×