Innlent

Vegagerðin hvetur ökumenn til varkárni

Vegagerðin biður alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Þeir sem eru með húsbíla, hjólhýsi eða annað sem þolir illa vind eru sérstaklega beðnir að huga vel að veðri.

Sjálfvirkar veðurstöðvar eru víða við vegi og er hægt að fá upplýsingar um veður á þeim í talvél í síma 1779.

Þá minnir Vegagerðin fólk á framkvæmdir við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar.Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. Jafnframt hafa vegamót við Þingvallaveg verið færð um 100 metra til suðurs.

Af þessum sökum þarf að aka í sveigum um svæðið og eru vegfarendur beðnir að sýna fyllstu aðgát og huga vel að merkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×