Innlent

Bette Midler í kvöldverði á Bessastöðum

Midler snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni,. forseta Íslands.
Midler snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni,. forseta Íslands. Mynd/ AP

Bandaríska söng- og kvikmyndaleikkonan Bette Midler snæddi í gærkvöldi kvöldverð á Bessastöðum í boði forseta Ísland. Midler mætti á Bessastaði ásamt eiginmanni sínum og dóttur í gær. Leikkonan og fjölskylda hennar snæddu kvöldverð með forsetanum en Dorrit Moussaieff forsetafrú var erlendis. Midler og eiginmaður hennar eru mikið áhugafólk um loftlagsbreytingar og hreina orku og hafa þau verið að leggja drög að því að gera heimili sitt í New York vistvænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×