Innlent

Deilur strax í upphafi þingfundar

MYND/Pjetur

Þing var varla komið saman þegar fyrstu deilur stjórnar og stjórnarandstöðu hófust og snerust þær um hvort fresta ætti kosningu í þrjár fastanefndir þingsins. S

turla Böðvarsson, forseti Alþingis, tilkynnti að farið yrði fram á atkvæðagreiðslu þess efnis að frestað yrði kosningu í sjávarútvegsnefnd, landbúnaðarnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd vegna þess að ætlunin væri að breyta verkaskiptingu innan stjórnarráðsins og þannig verkefnum nefnda.

Við þetta sætti stjórnarandstaðan sig ekki og kom Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, í pontu og sagði eðilegt að nefndirnar störfuðu á meðan þing starfaði. Spurði hann hvert ætti að vísa þeim frumvörpum sem leggja ætti fyrir nefndirnar þrjár nú á sumarþingi. Hér væru á ferðinni breytingar á þingsköpum og það væri í höndum þingsins að breyta því en ekki framkvæmdavaldsins. Sagði hann þetta ekki góða byrjun hjá ríkisstjórninni.

Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í pontu og lýstu andstöðu við þessa ráðstöfun. Biðluðu þeir meðal annars til þingforseta að fresta kosningu í nefndir til mánudags en við því varð forseti ekki. Var samþykkt að veita afbrigði af þingstörfum með tilliti til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×