Innlent

Sekt fyrir að sigla óhaffærum bát

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. MYND/Vilmundur

Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarðar í dag dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að sigla bát sem ekki hafði haffærisskírteini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar.

Það var í desember á síðasta ári að maðurinn, sem er skipstjóri, sigldi bátnum úr höfn án þess að báturinn hafði til að bera haffærisskírteini. Taldist báturinn, sem er 5,02 rúmlestir, því vera óhaffær.

Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar fyrir norðan land og gerði lögreglunni í landi viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×