Viðskipti innlent

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Glitni

Alexander K. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis.
Alexander K. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis. MYND/Glitnir

Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Glitni í Noregi og næstráðandi við uppbyggingu bankans þar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis. Þá hefur Gísli Heimisson verið ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og mun bera ábyrgð á upplýsingatækni og rekstrarsviði Glitnis-samstæðunnar.

Þessar breytingar koma í kjölfar þess að Tómas Kristjánsson hættir sem framkvæmdastjóri Fjármálasviðs bankans og Finnur Reyr Stefánsson hættir sem framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, en þeir hyggja á stofnun fjárfestinga- og fasteignafélags. Tómas og Finnur Reyr hafa undirbúið þessa breytingu í nokkurn tíma og er ákvörðun þeirra tekin í samráði við bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×