Til hamingju með nýju nágrannana 22. maí 2007 15:26 „Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
„Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun