Sport

Federer keppir þjálfaralaus

Tenniskappinn Roger Federer mætir til leiks á opna franska mótið og Wimbleton mótið þjálfaralaus. Hann er kærir sig ekki um að skarð fyrrum þjálfara síns, Tony Roche, verði fyllt í bráð.

"Ég mun alls ekki ráða nýjan þjálfara fyrir mótin því ég veit hvað þarf til að vera góður þjálfari og ég vil ekki að neinn trufli undirbúning minn", segir Federer.

Það kom mörgum á óvart þegar Federer og Roche slitu samstarfi sínu eftir slæma frammistöðu á Rómarmótinu.

„Þetta hafði bærst með mér í nokkra mánuði. Hún var ekki auðveld þessi ákvörðun.Við höfðum verið góðir vinum í mörg ár og ég fékk mikla hjálp frá honum", segir Federer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×