Besti árangur Birgis Leifs á ferlinum 6. maí 2007 16:17 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna ítalska mótinu í Mílanó í dag á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 13 höggum undir pari og er í 11. sæti og er ljóst að þetta er besti árangur hans á ferlinum og um leið besti árangur Íslendings á alþjóðlegu golfmóti. Hann fékk skolla á lokaholunni, sem kostaði hann nokkur þúsund evrur. Verðlaunin sem hann fær í þessu móti eru um 30 þúsund evrur eða um 2,5 milljónir króna. Hann hefur aldrei áður fengið svo mikla peninga í verðlaunafé. Hann ætti með þessum árangri í dag að hækka sig verulega á evrópska peningalistanum, en hann var í 215. sæti fyrir mótið á Ítalíu. Reikna má með að hann verði í kringum 160. sæti eftir daginn í dag. Birgir Leifur fékk fugl á 1., 5., 9., 10. og 14. holu og skolla á 8. holu og 18. holu. Hann lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og lék því stöðugt og gott golf í þessu móti. Þessi árangur ætti að gefa honum meira sjálfstraust í næstu verkefnum. Hann sýndi og sannaði að hann getur blandað sér í toppbaráttuna í þessum mótum. Besti árangur hans á Evrópumótaröðinni fyrir þetta mót var 25. sæti á TCL Classic mótinu í Kína í mars. Fyrir mótið í Mílanó hafði hann unnið sér inn samtals 1,2 milljónir króna á 6 mótum þannig að með árangrinum í dag er hann kominn með 3,7 milljónir í verðlaunafé í sjö mótum. Frétt af Kylfingur.is Skorkort Birgis á Ítalíu Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna ítalska mótinu í Mílanó í dag á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 13 höggum undir pari og er í 11. sæti og er ljóst að þetta er besti árangur hans á ferlinum og um leið besti árangur Íslendings á alþjóðlegu golfmóti. Hann fékk skolla á lokaholunni, sem kostaði hann nokkur þúsund evrur. Verðlaunin sem hann fær í þessu móti eru um 30 þúsund evrur eða um 2,5 milljónir króna. Hann hefur aldrei áður fengið svo mikla peninga í verðlaunafé. Hann ætti með þessum árangri í dag að hækka sig verulega á evrópska peningalistanum, en hann var í 215. sæti fyrir mótið á Ítalíu. Reikna má með að hann verði í kringum 160. sæti eftir daginn í dag. Birgir Leifur fékk fugl á 1., 5., 9., 10. og 14. holu og skolla á 8. holu og 18. holu. Hann lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og lék því stöðugt og gott golf í þessu móti. Þessi árangur ætti að gefa honum meira sjálfstraust í næstu verkefnum. Hann sýndi og sannaði að hann getur blandað sér í toppbaráttuna í þessum mótum. Besti árangur hans á Evrópumótaröðinni fyrir þetta mót var 25. sæti á TCL Classic mótinu í Kína í mars. Fyrir mótið í Mílanó hafði hann unnið sér inn samtals 1,2 milljónir króna á 6 mótum þannig að með árangrinum í dag er hann kominn með 3,7 milljónir í verðlaunafé í sjö mótum. Frétt af Kylfingur.is Skorkort Birgis á Ítalíu
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira