Spá sexföldum hagnaði hjá Sony 13. apríl 2007 12:14 Viðskiptavinur kaupir PS3 leikjatölvuna frá Sony í fyrra. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið
Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið