Viðskipti erlent

Kaplan handtekinn eftir sjö mánaða leit

Gary Stephen Kaplan, stofnandi breska netveðmálafyrirtækisins BetonSports, var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu í Karabíska hafinu á miðvikudag. Hann er í ellefu manna hópi sem sakaður er um fjárdrátt, svindl og skattundanskot.

Hann var svo framseldur til Bandaríkjanna. Þar mun hann svara til saka vegna starfsemi fyrirtækisins sem þurfti að leggja upp laupana í ágúst síðastliðinum eftir að bandarísk lögregla kom auga á viðfangsmikla svikastarfsemi þess. Kaplan hefur verið leitað víða um heim síðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×