Handbolti

Yoon bætti markametið í Þýskalandi

Yoon hefur margoft orðið markakóngur í Þýskalandi og á líka markametið á einni leiktíð
Yoon hefur margoft orðið markakóngur í Þýskalandi og á líka markametið á einni leiktíð NordicPhotos/GettyImages
Kóreska stórskyttan Kyung-Shin Yoon hjá Hamburg varð í gær markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta frá upphafi þegar hann skoraði 8 mörk í sigri Hamburg á Wilhelmshavener. Yoon hefur skorað 2662 mörk á ferlinum og toppaði Þjóðverjann Jochen Fraatz. Hann er markahæstur í deildinni enn á ný í ár og er án efa mesti markaskorari í sögu úrvalsdeildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×